Skilmálar

Básleigjandi á rétt á básnum sínum klukkustund fyrir lokun daginn áður en leigutímabil hefst.

Það er, ef leigutímabil hefst á mánudegi á básleigjandi rétt á básnum klukkustund fyrir lokun á sunnudegi.

Básaleigjanda er velkomið að koma í Verahvergi um tveimur tímum fyrir lokun, eða klukkan 16:00 á virkum dögum og kl 14:00 um helgar til að gera vörurnar tilbúnar og getur básleigjandi sett þær í básinn sinn klukkustund fyrir lokun.

Henti básleigjanda betur að koma samdægurs er honum velkomið að koma við opnun verslunar sem er klukkan 11:00 virka daga og 12:00 um helgar.

Skal básleigjandi hafa lokið uppsetningu á bás sínum fyrir lokun.

Ef engar vörur eru komnar í básinn undir lok fyrsta dags og ekkert skriflegt samkomulag hefur verið gert við starfsfólk, er okkur heimilt að leigja básinn út til nýs aðila.

 

Afbókun á bás

 

Básleigjandi hefur rétt á að afbóka básleigu sína allt að 15 dögum áður en fyrsti dagur básaleigu rennur upp. Básleiga er aðeins endurgreidd ef afpöntun berst með að minnsta kosti 15 daga fyrirvara áður en leigutímabilið átti að hefjast. Básleiga er ekki endurgreidd ef færri en 15 dagar eru í að leigutímabil hefjist, óháð því hvenær bókunin var gerð. Til að afbóka básleigu sendir básleigjandi tölvupóst á Verahvergi@verahverg.is

 

Breyting á leigutímabili

 

Ekki er hægt að breyta bókunartímabili ef minna en 15 dagar eru í fyrsta dag leigutímabils.

 

Skráning á vörum

 

Um leið og bókun er gerð ákveður básleigjandi lykilorð til að skrá sig inn á sitt svæði á innri vef Verahvergis. Innskráning á innri vefinn er undir “login” á heimasíðunni. Á sínu svæði sér básleigjandi um að skrá allar vörur sem ætlunin er að selja í básnum. Básleigjandi gerir það með því að smella á flipann “bæta við vöru” á sínu svæði. Þar fyllir básleigjandi út nafnið á vörunni, nánari upplýsingar um vöru, magn vöru, verð og vistar. Athugið að kerfisgjaldi er bætt við vöruverðið sem básaleigandi setur inn, það er að segja, básaleigandi slær inn 2.000kr í verð á vörunni við skráningu, en þegar hún birtist á heimasíðunni og eða á strikamerkinu í búð þá kostar hún 2.100kr. Þetta er gjald sem fyrirtæki kerfisins hefur sett inn í sitt prógram og þekkist frá öðrum verslunum.   Við mælum sterklega með að vera með meira lýsandi heiti á vöru en minna, það bæði auðveldar básleigjanda að fylgjast með hvað selst, meiri líkur á kaupandi finni vöruna sem hann leytar að á vefsíðunni auk þess sem það eykur líkurnar á að starfsfólk geti fundið vöruna í tölvukerfinu ef miðinn hefur dottið af og einhver vill kaupa hana. Gott er að láta ávallt merki, lit og stærð fylgja lýsingu. Heitið “Rauðir converse leðurskór” með nánari lýsingu “stærð 36” er betri lýsing en “skór”. Nánari lýsing getur orðið til þess að básleigjandi missi ekki af að selja vöru sem miðinn hefur dottið af.

Við mælum STERKLEGA með því að básaleigandi taki mynd af vörunni þegar hún er skráð og setji inn þegar hann færir vöruna inn á vefinn. Það hefur sannað sig að með því að hafa mynd af vörunni á síðunni, auki líkurnar margfalt á sölu. Margir fara nefnilega fyrst á síðuna og skoða hvaða vörur eru til sölu í Verahvergi hverju sinni og ef mynd er af einhverju sem honum líst á eru meiri líkur en minni að hann komi og versli.

Básleigjandi getur annaðhvort skráð vörurnar inn áður en básleiga hefst eða þegar hann setur upp básinn sinn á fyrsta degi básleigu sinnar. Básleigjandi getur byrjað að skrá vörurnar inn um leið og bókunin hefur verið gerð eða hvenær sem er fram að upphafi básleigu. Ef básleigjandi er búinn að skrá inn vörurnar í tölvukerfið þegar básleiga hefst, prentar starfsfólk út límmiða með strikamerkjum fyrir hverja vöru sem er skráð á básinn. Ef básleigjandi er ekki búinn að skrá vörurnar inn við upphaf básleigunnar getur hann skráð vörurnar inn í tölvukerfið þegar hann er að gera vörurnar sínar tilbúnar hjá okkur og þarf básleigjandi þá að vera með snjallsíma, ipad eða tölvu til að gera það. Við mælum þó alltaf með að vörur séu skráðar inn áður en básleigutímabilið hefst, þar sem það sparar básleigjanda tíma þegar verið er að setja upp básinn.

Við útvegum herðatré, merkibyssur, miða og þjófavarnir sem básleigjandi notar til að gera vörurnar sínar klárar áður en þær fara í básinn. Einnig er gufuvél og fatarúllur á staðnum sem básleigjanda er velkomið að nota til að fríska upp á vörurnar sínar. Þegar vörurnar eru tilbúnar getur básleigjandi sett vörurnar í básinn. Aðstaða fyrir dýrari vörur eru í læstum glerskápum í búðinni, auk þess sem pláss er fyrir skartgripi, úr, sólgleraugu og þess háttar við afgreiðsluna.

 

Þjófavarnir

 

Ótakmarkað magn af þjófavörnum fylgir með í leiguverðinu. Húsnæðið er vaktað með eftirlitsmyndavélum og öryggiskerfi og starfsfólkið er vakandi fyrir búðarþjófnaði. Viljum við að gefnu tilefni benda á að fyrstu 2 vikurnar í opnun hjá okkur eru þó ekki þjófavarnir til taks og verður básaleigandi því að meta hvort dýrari hlutir eigi að vera á staðnum eða ekki. Alltaf er þó hægt að setja þær inn á síðuna með mynd og ef kaupandi er að vörunni, þá mætt með hana í verslun.

Verahvergi ber EKKI ábyrgð á stolnum, týndum né eyðilögðum vörum sama hvar í versluninni þær eru og í tilfelli af þjófnaði, eldsvoða og/eða vatnsskaða er Verahvergi ekki bótaskyld. Við munum þó alltaf vera með vakandi augu á öllum vörum í búðinni og gera allt sem við getum til að fyrirbyggja þjófnað eða forða vörum frá tjóni! Innbústrygging básleigjanda bætir hugsanlega bruna/vatnsskaða eða þjófnað – Við mælum með að básleigjandi hafi samband við tryggingafélag sitt til að fá frekari upplýsingar um það.

 

Eignaréttur og vöruskilmálar

 

Básleigjandi hefur ótakmarkaðan eignarétt á vörum sínum og rétt til að selja þær í básnum. Básleigjandi er að öllu leyti ábyrgur fyrir sínum bás og því sem í honum er.

 

Umgengnisreglur

 

Breytingar á básum eru með öllu bannaðar. Básleigjanda er einungis heimilt að selja þær vörur sem komast í básinn. Óheimilt er að setja vörur fyrir utan básinn og á það einnig við um fatnað sem stendur út af básnum. Ekki er leyfilegt að hengja vörur utan á básinn. Ef vörur eru fyrir utan básinn verða þær fjarlægðar án fyrirvara og tilkynningar. Snyrtileg aðstaða gagnast básaleiganda að því leyti að meiri líkur eru á að vörur hans seljist ef básinn er snyrtilegur og vel skipulagður.

Ekkert hámarksmagn er af vörum á bás hverju sinni, en við áskilum okkur þann rétt að minnka magn í básum ef þeir eru yfirfullir af vörum! Er þá átt við bæði vörur á herðatrjám og vörur í hillum sem tilheyra básnum. Ef básleigjandi er með mikið af þunnum fatnaði til að hengja á herðatré getur hann verið með fleiri herðatré, en færri ef hann er með mikið af þykkum fatnaði. Starfsfólk hvetur básleigjanda til að fylla reglulega á, á meðan á básleigutíma stendur

Starfsfólk okkar lagar reglulega til í básum og passar að vörur liggi ekki á hillum eða á gólfi og er það innifalið í leigugjaldinu. Starfsfólk skilar vörum í viðeigandi bása eftir fremsta megni. Í gegnum dagsins amstur rata vörur af öðrum básum í bás básleigjanda og öfugt og yrðum við afar þakklát básleigjanda og kaupendum ef allir hjálpast að við að skila vörum sem tilheyra öðrum básum á sinn stað. Þannig hjálpumst við öll að við að halda versluninni snyrtilegri og aðgengilegri. Er það hagur allra. Básleigjandi þarf ekki að koma reglulega til að snyrta til í básnum, en starfsfólk mælir með að básleigjandi fylli reglulega á básinn og starfsfólk mælir sterklega með að básleigjandi auglýsi vörurnar sínar. Básleigjandi er þó ávallt ábyrgur fyrir að básinn sé snyrtilegur og uppfylli staðla verslunarinnar.

Ekki er heimilt að selja ólöglegar, falsaðar eða skaðlegar vörur, tóbak, áfengi, matvöru, vopn, flugelda, klámfengið efni, notaðar snyrtivörur eða aðrar vörur sem starfsfólk telur ekki við hæfi. Almennt er ekki er hægt að skila vörum en í einstaka tilfellum áskilur starfsfólk sér rétt til að taka aftur við vörum þar sem uppgötvast að þær voru seldar í óásættanlegu ástandi (brotnar, bilaðar eða þess háttar) og er básleigjandi látinn vita ef slíkt tilfelli kemur upp. Starfsfólk hefur einnig rétt á að fjarlægja vörur sem eru metnar skaðlegar fyrir ímynd eða staðla verslunarinnar, til dæmis ef vörur eru óhreinar, illa lyktandi eða götóttar.

 

Skipulag og áfylling á bás

 

Básleigjandi er ábyrgur fyrir sínum bás og er velkomið að bæta vörum á hann að vild meðan á leigutíma stendur og hvetur starfsfólk til þess. Innifalið í leigunni er ótakmarkað magn af límmiðum, herðartrjám og þjófavörnum.

Básleigjanda er velkomið að fylla á básinn hvenær sem hentar á opnunartíma Verahvergis. Básleigjandi skráir inn vörur eins og áður, kemur í Verahvergi til að fá límmiða og bætir á básinn.

 

Óskilavörur

 

Ef verðmiði hefur dottið af vöru og hún finnst ekki í kerfinu eða ef vara finnst eftir að leigutímabili er lokið setur starfsfólk hana á „tapað og fundið“ svæði á efri hæð. Starfsfólk okkar mælir með að básleigjandi kanni reglulega hvort vörur úr hans bás hafi endað þar. Starfsfólk ráðleggur básleigjanda líka að kíkja við í Verahvergi eftir að leigutíma er lokið, sakni básleigjandi vöru. Vörur koma oft í leitirnar eftir nokkra daga, oft þegar aðrir básaleigjendur pakka niður sínum básum. Það er á ábyrgð básleigjanda að leita að vörum sem hann saknar eftir að básleigu lýkur. Vörur án verðmiða og vörur sem gleymast eru geymdar í „tapað og fundið“ í 7 daga, eftir þann tíma eru þær í eigu Verahvergis sem ráðstafar þeim og/eða gefur til góðgerðarmála. Starfsfólk sendir básleigjanda staðlaðan tölvupóst, rekist það á vöru frá básleigjanda sem hefur tekið niður sinn bás og hefur básleigjandi 7 daga frá því tölvupósturinn er sendur til að sækja vöruna.

Vörur án verðmiða eru geymdar í 30 daga í “tapað og fundið”. Hafi enginn básleigjandi vitjað vörunnar innan þess tíma er varan í eigu Verahvergis sem ráðstafar henni og/eða gefur til góðgerðarmála.

 

Breyting á verði

 

Ef básleigjandi vill breyta verði á einstaka vöru gerir hann það á sínu svæði undir “vörurnar mínar”, finnur þar vöruna og smellir á “edit” og kemur til okkar til að fá nýjan límmiða prentaðan og setur hann á vöruna. Básleigjandi er ábyrgur fyrir því að rétt verð sé á vörum hans. Vörur seljast á því verði sem er skráð í tölvukerfið. Starfsfólk sér ekki um að breyta verði á einstaka vörum fyrir básleigjendur. Óheimilt er að skrifa á verðmiðana og eru slíkir verðmiðar ógildir.

 

Afsláttur á bás

 

Ef básleigjandi vill setja afslátt á básinn sinn sendir hann tölvupóst á verahvergi@verahvergi.is með nafni, básnúmeri og afsláttarprósentu sem hann óskar eftir að sé sett á básinn sinn. Hægt er að velja hvaða afsláttarprósentu sem er. Starfsfólk okkar setur afsláttinn á í tölvukerfinu og setur áberandi afsláttarmiða á básinn.

ATH ef básleigjandi óskar eftir að afsláttur sé fjarlægður af básnum þarf hann sömuleiðis að senda tölvupóst á verahvergi@verahvergi.is með nafni, básnúmeri og ósk um að fjarlægja afslátt.

 

Að færast milli bása

 

Básleigjandi bókar í upphafi heildartímabil sem hann vill vera í viðkomandi bás. Í lok básleigutímabilsins opnast greiðsluhnappur undir “bókanir mínar” flipanum á innra svæði básleigjanda, þar sem básleigjandi óskar eftir útgreiðslu á söluhagnaði, sem er einungis greiddur þegar vörurnar hafa verið sóttar af básleigjanda. Í kjölfar útgreiðslu eyðast vörurnar sem eru skráðar á básleiguna sjálfkrafa úr tölvukerfinu. Hafi básleigjandi ákveðið að halda áfram í nýjum bás í kjölfarið telst það sem nýtt leigutímabil og þarf básleigjandi að óska eftir því að starfsfólk færi vörurnar í tölvukerfinu á nýja básinn áður en hann óskar útgreiðslu. Básleigjandi þarf síðan að fá verðmiða sem tilheyra nýja básnum prentaða í verslun og er ábyrgur fyrir því að réttir verðmiðar séu á vörunum í nýja básnum, þar sem gamlir verðmiðar eru ógildir og finnast ekki lengur í tölvukerfinu.

 

Í lok leigutímans

 

Bás tæmdur

 

Básleiganda er skylt að tilkynna starfsfólki Verahvergis í afgreiðslu áður en hann byrjar að tæma bás sinn í lok leigutímabils. Starfsfólk leiðbeinir básleigjanda um að taka niður vörur sínar og koma með í afgreiðslu þar sem starfsfólk fer yfir verðmiða á vörunum og fjarlægir þjófavarnir. Básleigjandi má í kjölfarið pakka vörum sínum.

Básinn þarf að vera tómur í seinasta lagi einni klukkustund fyrir lokun á síðasta degi leigutímabils, eða klukkan fimm/17:00. Næsti básleigjandi á rétt á básnum klukkustund fyrir lokun daginn áður en ný básaleiga hefst. Leigjandi er ábyrgur fyrir því að tæma básinn í lok leigutíma, nema að greitt sé sérstaklega fyrir þá þjónustu hjá Verahvergi. Mikilvægt er að verðmiðar séu enn á vörunum þegar básinn er tæmdur þar sem vörur án verðmiða má ekki taka með út úr versluninni. Starfsfólk fer yfir verðmiða á vörum básleigjanda áður en básleigjandi pakkar vörunum. Básleigjandi skal hafa skilríki meðferðis til að sýna starfsfólki, sé óskað eftir því. Básleigjandi skal láta starfsfólk vita á verahvergi@verahvergi.is ef annar aðili á vegum hans kemur til að tæma básinn.

Ef básinn hefur ekki verið tæmdur á réttum tíma og ekkert samkomulag verið gert varðandi það, mun starfsfólk okkar sjá um að pakka vörunum niður og innheimta fyrir það afgreiðslugjald. Starfsfólk geymir vörurnar í 7 daga að hámarki en 1.000 króna geymslugjald er innheimt fyrir hvern dag sem vörurnar eru í geymslu. Eftir þessa 7 daga eru vörurnar í eigu Verahvergis sem ráðstafar þeim á einn eða annan hátt.

Mögulegt er að semja fyrirfram um að starfsfólk tæmi básinn og kostar sú þjónusta 2.500 krónur. Semja þarf um þessa þjónustu í síðasta lagi fyrir hádegi daginn sem bás skal tæmast.

 

Söluhagnaður

 

Við lok leigutímabils opnast greiðsluhnappur “senda beiðni” undir “bókanir mínar” á innra svæði básleigjanda, sem básleigjandi smellir á til að óska eftir útgreiðslu á söluhagnaði. Bókari Verahvergis hefur allt að tvo virka daga til að greiða út eftir að básleigjandi hefur smellt á hnappinn. Söluhagnaður fæst einungis greiddur, hafi bás básleigjanda verið tæmdur og vörurnar sóttar. Í kjölfar útgreiðslu eyðast vörurnar sem eru skráðar á básleiguna sjálfkrafa úr tölvukerfinu. Básleigjandi getur sótt og/eða prentað út vörulista yfir vörurnar sínar undir “vörurnar mínar” flipanum, með því að smella á annaðhvort “print” eða “PDF” hnappana sem eru staðsettir efst á “vörurnar mínar” síðunni og er mikilvægt að básleigjandi sæki vörulistann áður en óskað er eftir greiðslu. Ekki er hægt að sækja listann eftir að bókari hefur greitt út.

Básleigjandi greiðir 20% af heildarverðmæti vara sem Verahvergi selur í rekstrar- og aðstöðukostnað. Básleigjandi sér sinn hagnað undir “minn hagnaður” á sínu svæði.

Söluhagnaðurinn er millifærður á þann reikning sem leigjandi gaf upp þegar hann bókaði básinn, allt að tveimur virkum dögum frá því að básleigu er lokið og básleigjandi smellti á útgreiðslutakkann.

Básleigjandi þarf að óska eftir útgreiðslu á söluhagnaði innan 90 daga frá lokum básleigu sinnar.

 

ATH! Básleigu telst ekki lokið fyrr en leigjandi hefur tæmt básinn sinn.

 

Lög og varnarþing

 

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Governing law / Jurisdiction

These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.